Þriðjudagur 29. september 2015 kl. 13:43

Sjónvarp: Mikið annríki í flugstöðinni

– milljarða framkvæmdir til að bregðast við auknum ferðamannastraumi

Það er enn mikið annríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þó svo langt sé liðið á september. Framkvæmdir standa yfir víða í flugstöðinni og framundan eru milljarða framkvæmdir til að bregðast við aukningu í ferðamannastraumi um flugstöðina.

Sjónvarp Víkurfrétta tók púlsinn á lífinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er innslagið hér að neðan.