Sunnudagur 17. mars 2019 kl. 10:17

Sjónvarp: Matarmenn deila ævintýrum í eldhúsinu

Matarmenn eru tveir ungir menn sem hafa mikla ástríðu fyrir mat. Þeir deila ævintýrum sínum úr eldhúsinu með þeim sem áhuga hafa á Instagram og hafa vægast sagt gaman af því. Þeir Anton Levchenko og Bjarki Þór Valdimarsson eru miklir matarmenn, flugþjónar, nágrannar en umfram allt góðir vinir.
 
Í spilaranum er innslag með þeim félögum úr Suðurnesjamagasíni.