Sjónvarp: Lögreglan gefur blóð
- Blóðbankabíllinn safnar blóði í Reykjanesbæ til kl. 17 í dag
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hvatti í gær alla starfsmenn lögreglustjóraembættisins til að gefa blóð en í dag er Blóðbankabíllinn í Reykjanesbæ. Tekið verður á móti blóðgjöfum í bílinn sem stendur við veitingastað KFC í Krossmóa til kl. 17 í dag.
Einn þeirra lögreglumanna sem brugðust við ákalli lögreglustjórans var Daði Þorkelsson. Hann á nokkra tugi blóðgjafa að baki, enda segir hann lítið mál að gefa blóð. Ferlið tekur um 30 mínútur en blóðgjafar þurfa að svara fáeinum spurningum áður en þeir gefa blóð og láta taka lífsmörk.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þá félaga Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra og Daða Þorkelsson lögregluþjón þegar þeir mættu í blóðbankabílinn nú rétt fyrir hádegi.