Sjónvarp: Listahátíð barna í Reykjanesbæ stækkar og stækkar
– Guðlaug María Lewis segir okkur allt um hátíðna
Listahátíð barna í Reykjanesbæ var formlega sett í morgun þegar leikskólabörn bæjarins fjölmenntu í Duus hús. Kjartan bæjarstjóri mætti með fiðluna sína og krakkarnir tóku saman nokkur lög sem höfðu verið þaulæfð. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn en allir leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólinn, framhaldsskólinn og dansskólar bæjarins taka þátt í herlegheitunum. Þemað í ár er tröllin og fjöllin en börnin hafa að undanförnu skapað fjöldan allan af listaverkum sem verða til sýnis í Duus húsum til 22. maí.
Í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri listahátíðar barna í Reykjanesbæ, frá hátíðinni. Viðtalið má sjá hér að ofan en það er myndskreytt með uppákomum og svipmyndum frá opnun sýningar í listasal Duus.