Mánudagur 22. febrúar 2016 kl. 07:00

Sjónvarp: Lionsmenn undirbúa kúttmagakvöld

– Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér kúttmagaverkun í Reykjanesbæ

Meltingarfæri þorsksins eru í hávegum höfð á árlegu kúttmagakvöldi Lionsklúbbs Keflavíkur. Hundruðum maga hefur verið safnað saman af áhöfnum tveggja skipa sem nú hafa verið hreinsaðir og bíða þess að vera fylltir fyrir sjávarréttaveislu Lionsklúbbs Keflavíkur sem haldin verður í lok mánaðarins.

Sjónvarp Víkurfrétta heilsaði upp á lionsmenn sem voru í magahreinsun.