Sjónvarp: Karlakór Keflavíkur á vortónleikum 2015
Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur voru í Hljómahöll 4. og 6. maí sl. Efnisskráin var metnaðarfull og fjölbreytt, frá hefðbundnum íslenskum og erlendum karlakóralögum yfir í popp. Í efnisskránni eru fjölmörg lög eftir tónskáld frá Suðurnesjum og er ástæða þess að kórinn hefur í vetur unnið að undirbúningi fyrir hið svokallaða Kötlumót sem haldið verður í Reykjanesbæ í október.
Söngstjóri Karlakórs Keflavíkur er Guðlaugur Viktorsson sem tók aftur við stjórnartaumunum sl. haust eftir tveggja ára fjarveru. Einsöngvarar með kórnum eru Kristján Þ. Guðjónsson, Ingólfur Ólafsson og Sólmundur Friðriksson. Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó og Jón Rafnsson á bassa.
Meðfylgjandi myndskeið er frá tónleikunum nú í maí.