Fimmtudagur 24. nóvember 2016 kl. 21:30

Sjónvarp: Kafarar leita í Njarðvíkurhöfn

– og fjölmargt annað í fjölbreyttu Suðurnesjamagasíni á Hringbraut í kvöld

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Útsendingin er í háskerpu en með þessari frétt er einnig hægt að horfa á þáttinn í HD.

Í þætti vikunnar förum við á æfingu með köfurum úr Björgunarsveitinni Suðurnes. Kafarar sveitarinnar æfa reglulega og vilja hafa aðstæður sem erfiðastar.

Við hittum einnig fimm ára stúlku í Vogum sem er miðdepill í fjölmörgum smásögum sem nú hafa verið gefnar út í bók.

Risastórt seglskip rak upp í fjöru við Hafnir sumarið 1881. Skipið var sannkallaður hvalreki fyrir íbúa Suðurnesja og við kynnumst því í þættinum.

Við heyrum í Jólastjörnum af Suðurnesjum og förum á Unukvöld í Útskálakirkju þar sem menningin blómstraði.

Þá segjum við ykkur helstu fréttir af Suðurnesjum í Suðurnesjamagasíni

Þátturinn er vikulega á dagskrá á fimmtudagskvöld kl. 21:30 á Hringbraut. Hægt verður að horfa á þáttinn á hringbraut.is og að sjálfsögðu hér á vf.is. Eldri þætti Sjónvarps Víkurfrétta má einnig sjá hér á vf.is eða á Youtube-rásinni okkar undir Sjónvarp Víkurfrétta.