Sjónvarp: Iðandi miðstöð mennta og lista
– Sameiginleg aðstaða skólabarna, Iðan, opnuð í Grindavík
Iðan, sem hýsir bókasafn, félagsmiðstöð, grunnskóla og tónlistarskóla í Grindavík, var opnuð formlega á dögunum, að viðstöddu fjölmenni. Nafn Iðunar varð fyrir valinu í nafnasamkeppni þar sem tillaga Eggerts Sólbergs Jónssonar bar sigur úr býtum.
Margrét Rebekka Gísladóttir, forstöðumaður Bókasafns Grindavíkur og Inga Þórðardóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur, klipptu á borða í sameiginlegu anddyri miðstöðvarinnar. Þá voru nokkrir nemendur tónlistarskólans með tónlistaratriði í húsakynnum skólans og upplestur var í bókasafninu fyrir gesti og gangandi.
Í meðfylgjandi myndskeiði er innslag Sjónvarps Víkurfrétta um opnun Iðunar.