Sjónvarp: Hvalir í tugatali við ströndina
Hvalir í tugatali, aðallega hnúfubakur, hafa verið við ströndina frá Garði og inn undir Vogastapa síðasta sólarhringinn. Fólk fylgdist með hvölunum út af Vatnsnesi og Berginu í gærdag.
Í gærkvöldi voru hvalirnir svo komnir í Leiruna og virtust þar vera í æti. Myndatökumaður Víkurfrétta setti dróna á loft og myndaði dýrin við athafnir sínar.
Þá voru einnig smáhveli í hópum við Keflavíkurhöfn í ljósaskiptunum í gærkvöldi.