Sjónvarp: Hvað ber nýtt ár í skauti sér?
– Kjartan Már, Ragnheiður Elín og Þorsteinn Gunnarsson í Sjónvarpi Víkurfrétta
Fyrsti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári er kominn á netið. Þátturinn að þessu sinni er frábrugðinn fyrri þáttum en hann er tekinn upp í myndveri ÍNN þar sem Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, fékk til sín góða gesti.
Gestir þáttarins eru þau Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Ragnheiður Elínu Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri hjá Grindavíkurbæ.
Þáttinn má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Athugið að ekki er hægt að horfa á þáttinn í háskerpu en mestu mögulegu gæði eru 480P.