Sjónvarp: Hrundu við það að hlusta á þjóðsönginn
Gamlar kempur teknar tali í 80 ára afmæli Víðis
Á dögunum var haldið upp á 80 ára afmæli Víðis í Garði með miklum glæsibrag. Sjónvarp Víkurfrétta mætti í veisluna og tók púlsinn á Garðbúum. Gamla gullaldarlið Víðismanna í karlaboltanum var mætt til veislunnar og af því tilefni voru nokkrir af leikmönnum liðsins teknir tali, en til stendur að gera heimildamynd um afrek liðsins á árunum 1982-1991. Þar voru rifjaðar upp skemmtilegar sögur eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þar stendur líklega hæst bikarúrslitaleikurinn gegn Fram árið 1987. Eins var rætt við Guðlaugu Sigurðardóttur formann Víðis um stefnu og sögu félagsins fræga.