Sjónvarp: Hænur á vappi í gamla bænum
Hjónin Álfheiður Jónsdóttir og Ólafur Ásmundsson eru orðnir hænsnabændur. Þau höfðu hugsað um það lengi að fá sér hænur í garðinn. Svo gerðist það að þau fréttu af þremur íslenskum landnámshænum sem vantaði heimili og stukku á þær.
Það er mánuður síðan þau fengu þessar hænur og hænsnahúsið heim á hlað til sín en hænurnar heita Dagbjört, Nótt og Skvetta.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn en hænurnar voru ekkert alveg til í að heilsa útsendara sjónvarpsnis eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi.