Sjónvarp: Gullskipið sýnt á Safnahelgi
Het Wapen van Amsterdam var hollenskt skip sem sigldi frá Austur-Indíum árið 1667. Það strandaði á Skeiðarársandi 19. september 1667. Skipið var hlaðið dýrmætum varningi og með 200 manns innanborðs. Af þeim björguðust 60 eftir mikla hrakninga en hinir 140 létust úr sjóvolki og kulda.
Skipið hefur alltaf verið kallað „Gullskipið“ á Íslandi en þess var leitað í mörg ár, án árangurs. Jónatan Stefánsson, íbúi í Miðhúsum í Sandgerði, á nákvæmt líkan af skipinu.
Líkanið var smíðað í fangelsi í Víetnam. Það og önnur skipslíkön verða til sýnis á heimili Jónatans á Safnahelgi á Suðurnesjum um komandi helgi.
Rætt er við Jónatan í Suðurnesjamagasíni í á Hringbraut og vf.is.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Skipið hefur alltaf verið kallað „Gullskipið“ á Íslandi en þess var leitað í mörg ár, án árangurs. Jónatan Stefánsson, íbúi í Miðhúsum í Sandgerði, á nákvæmt líkan af skipinu.
Líkanið var smíðað í fangelsi í Víetnam. Það og önnur skipslíkön verða til sýnis á heimili Jónatans á Safnahelgi á Suðurnesjum um komandi helgi.
Rætt er við Jónatan í Suðurnesjamagasíni í á Hringbraut og vf.is.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson