Sjónvarp: Góð samstaða skilaði árangri
- Tvö hringtorg samþykkt og tvöföldun Reykjanesbrautar að flugstöð á samgönguáætlun
„Ef samfélagið á Suðurnesjum tekur sig saman eins og gerðist í þessu verkefni, næst árangur. Íbúar, þingmenn og sveitarstjórnir stóðu saman í þessu og það skilaði þeim árangri að gerð verða tvö hringtorg við Reykjanesbraut á næstu tveimur árum, Hafnavegur verður tengdur við hringtorg á Fitjum og tvöföldun brautarinnar að flugstöð er komin inn á samgönguáætlun,“ segir Ísak Kristinsson, talsmaður hópsins - Stopp, hingað og ekki lengra, í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta fyrr í dag. Horfa má á viðtalið við Ísak í spilaranum hér að ofan.