Þriðjudagur 16. febrúar 2016 kl. 07:00

Sjónvarp: Glæsilegt ráðstefnuhótel í Keflavík

- Park Inn by Radisson formlega opnað

„Með þessum breytingum förum við úr því að vera flugvallarhótel í glæsilegt ráðstefnuhótel undir nafninu Park Inn by Radisson,“ segir Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri en nýlega var nafni Icelandair hótelsins í Keflavík breytt eftir að gengið var til samstarfs við Carlson Rezidor hótelkeðjuna en hún er þekkt og ein sú stærsta í heimi.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá innslag Sjónvarps Víkurfrétta um formlega opnun á Park Inn by Radisson í Reykjanesbæ í síðustu viku.