Sjónvarp: Gítarsmíði, veðurofsi, rapp og tónleikar
– 37. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta kominn á netið í HD-gæðum
Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á vefinn í skínandi háskerpu fyrir þá sem vilja horfa á þáttinn í gegnum t.d. AppleTV. Þátturinn verður á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30 og svo endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.
Fjögur innslög eru í þætti vikunnar. Stuttar kynningar á þeim má sjá hér að neðan.
Hvað má gera við gamlan vindlakassa og kústskaft?
Þorkell Jósef Óskarsson öryggisvörður í Reykjanesbæ smíðar úr þessu gítar. Hann notar einnig hjólkoppa og konfektdósir í hljóðfærasmíðina.
Veðurofsi á Suðurnesjum
Mikill veðurofsi gekk yfir Suðurnes um síðustu helgi. Sjónvarp Víkurfrétta fór í útkall með Björgunarsveitinni Suðurnes og ræddi við Harald Haraldsson formann sveitarinnar og björgunarsveitarstarfið.
Sigga Ey með sigur í rímnaflæði
Fimmtán ára nemandi við Myllubakkaskóla í Keflavík fór með sigur af hólmi í rímnaflæði félagsmiðstöðva. Söngkonan Sigga Ey tekur lagið í þættinum og rætt er við hana um rappið..
Með stærsta hjarta Grindavíkur
Alexander Birgir Björnsson er einhverfur ungur maður í Grindavík sem tók sig til og fékk allar skærustu tónlistarstjörnur landsins til að mæta á tónleika sem hann hélt í Grindavíkurkirkju. Húsfyllir var á tónleikunum. Við heimsóttum Alexander í Grindavík.