Laugardagur 11. júní 2016 kl. 07:00

Sjónvarp: Geta flokkað 5100 töskur á klukkustund

– nýtt farangurskerfi tekið í notkunn á Keflavíkurflugvelli

Nýtt farangursflokkunarkerfi er að verða tilbúið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Nú er verið að tengja saman nýtt farangursflokkunarkerfi við eldra kerfi og saman mun kerfið geta ráðið við 5100 ferðatöskur á klukkustund.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segist í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta vonast til þess að kerfið muni ná að anna farþegaflutningum um Keflavíkurflugvöll næstu 5-7 árin. Hins vegar sé erfitt að segja til um það þar sem farþegafjölgun hefur verið langt umfram spár.

Nú er ferðasumarið að komast á fullt í flugstöðinni og í meðfylgjandi innslagi er farið yfir það helsta sem unnið er að í framkvæmdum í flugstöðinni þessa dagana.