Sjónvarp: Galdraheimur bókmenntanna og Harry Potter í Átthagastofu bókasafnsins
Í sumar opnaði sýningin „Galdraheimur bókmenntanna“ í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Harry Potter varð fertugur 31. júlí og í tilefni þess hefur verið settur upp galdraheimur í Bókasafninu þar sem hægt er að skoða ýmsar galdraverur eins og drauga og húsálfa.
Á sýningunni er stórt safn muna auk bóka sem tengjast galdraheiminum. Í meðfylgjandi myndskeiði er innslag úr Suðurnesjamagasíni þar sem sýningin er skoðuð.