Sunnudagur 11. desember 2016 kl. 17:54

Sjónvarp: Föndrað og dansað í kringum jólatré

Í dag var dansað í kringum jólatré í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa í Reykjanesbæ. Jólaballið var hins vegar undirbúið um síðustu helgi þegar börn og fullorðnir komu þar saman og föndruðu jólaskraut til að skreyta salinn fyrir jóladansleikinn.

Jólaballið er gömul hefð frá því um aldamótin 1900 en í um 20 ár var haldið jólaball í Bryggjuhúsinu. Fyrir börn fyrri part dags og fullorðna um kvöldið.

Myndskeiðið með fréttinni er úr föndrinu um síðustu helgi. Svipmyndir frá jólaballinu í dag verða í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á fimmtudagskvöldið nk.