Laugardagur 11. júní 2016 kl. 06:00

Sjónvarp: Flugskýli Icelandair stærsti vinnustaður iðnaðarmanna á Íslandi

Fyrsta skóflustungan að nýju flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli var tekin í vikunni. Um er að ræða viðbyggingu við hlið núverandi flugskýlis, sem byggt var 1992. Áætlanir gera ráð fyrir að hægt verði að taka skýlið í notkun síðla árs 2017. Það mun skapa á annað hundrað störf og hýsa m.a. lager, verkstæði, skrifstofur og mötuneyti. Flugskýli Icelandair er stærsti vinnustaður iðnaðarmanna á Íslandi.

Sjónvarp Víkurfrétta fylgdist með skóflustungunni og ræddi við þá Jens Þórðarson, framkvæmdastjóra Icelandair Technical Services og Birki Hólm Guðnason, framkvæmdastjóra Icelandair.

Innslagið er í spilaranum hér að ofan.