Sunnudagur 30. nóvember 2014 kl. 18:30

Sjónvarp: Flugsamgöngur úr skorðum

Flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll hafa raskast nokkuð í dag vegna veðurs. Nokkrum flugum var aflýst og dæmi voru um að vélar gætu ekki lent á Keflavíkurflugvelli. Þegar vindur datt niður komu vélarnar inn í röðum og aðrar fóru í loftið.

Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Keflavíkurflugvelli síðdegis.