Sjónvarp: Fjör á fjölunum í flugstöðinni
- og heimatónleikar í gamla bænum
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þættinum tökum við stöðuna á ýmsum þáttum í starfsemi Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en fyrirtækið er með fjölþætta þjónustu í og við hana. Þá förum við á nokkra heimatónleika í gamla bænum í Keflavík á nýafstaðinni Ljósanótt í Reykjanesbæ. Það var nýjung sem var reynd í fyrsta skipti og heppnaðist mjög vel.
Það var sagt fyrir nokkrum árum um það leyti sem Suðurnesjamenn byrjuðu að berjast fyrir stóriðju í Helguvík að þeir ættu eina nú þegar - Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú er svo komið að flugtengd starfsemi og ferðaþjónusta er orðin lang stærsti vinnuveitandinn á Suðurnesjum og ekki líklegt að neinn taki það toppsæti á næstunni. Það er ekki óalgengt að yfir 20 þúsund manns fari í gegnum flugstöðina á einum degi og brottfarir og lendingar eru oft vel á annað hundraðið. Það er því oft fjör á fjölunum í flugstöðinni og vissulega hefur líka reynt á stafsmenn í þessu sprengjusumri í aukningu ferðamanna.
Þáttinn má sjá hér að neðan.