Sjónvarp: Fjallgöngumaður á níræðisaldri
- konur í flugvirkjun, bæjarstjóri, skólastjóri og fréttapakki
Mannlífið og atvinnulífið á Suðurnesjum heldur áfram að blómstra og við förum vítt og breitt um Reykjanesskagann í þessum fimmta þætti okkar á þessu ári.
Við byrjum þennan 5. þátt Sjónvarps Víkurfrétta á árinu í kennsluhúsi á Ásbrú sem er gullnáma fyrir flugáhugamenn. Þar er að finna tékkneska herþotu, mótora af Harriet-þotu og ýmislegt annað grams. Nú stendur til að fjölga konum í flugvirkjanáminu.
Úr flugvirkjanáminu förum við í Heiðarskóla í Keflavík með bæjarstjóranum í Reykjanesbæ en hann er þessar vikurnar á yfirferð um Reykjanesbæ og ræðir við starfsmenn stofnana og deilda bæjarins um það sem er efst á baugi í rekstri Reykjanesbæjar í dag.
Þá kíkjum við í Akurskóla en þar hefur verið ákveðið að fjarlægja merkingar um kyn. Tilgangurinn er að skólinn verði ekki lengur kynjaskiptur.
Í síðari hluta þáttarins förum við í fjallgöngu með göngugarpi á níræðisaldri.
Þá fáum við fréttapakka frá Suðurnesjum.
Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þáttinn má sjá hér í HD.