Sjónvarp: „First Lego League“ hlaut Hvatningarverðlaun 2017
Verkefnið „First Lego League“ hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2017, en að því koma Bryndís Guðmundsdóttir, skólastjóri Myllubakka, Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Sveinn Ólafur Magnússon.
Nemendur úr 7. bekk Myllubakkaskóla sigruðu LEGO-hönnunarkeppni sem haldin var af Háskóla Íslands laugardaginn 12. nóvember sl. Með sigrinum öðluðust nemendur þátttökurétt í úrslitakeppni „First Lego League Scandinavia“ sem haldin var í Bodø í Noregi þann 3. desember síðastliðinn, en þetta er fyrsta lið Suðurnesja sem vinnur þessa keppni.
Nemendur úr 7. bekk Myllubakkaskóla sigruðu LEGO-hönnunarkeppni sem haldin var af Háskóla Íslands laugardaginn 12. nóvember sl. Með sigrinum öðluðust nemendur þátttökurétt í úrslitakeppni „First Lego League Scandinavia“ sem haldin var í Bodø í Noregi þann 3. desember síðastliðinn, en þetta er fyrsta lið Suðurnesja sem vinnur þessa keppni.
Í meðfylgjandi myndskeiði er viðtal við verðlaunahafana sem birtist í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í síðustu viku.