Sjónvarp: Ferðastefnan „koma, sýna, sjá“
Ferðamálasamtök Reykjaness standa fyrir kynningarkvöldi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Reykjanesi í Bryggjuhúsi DUUS- Safnahúsa mánudaginn 29. febrúar nk. frá 19:00 til 21:00.
Öllum ferðaþjónum svæðisins er boðið að kynna fyrirtæki sín. Hvað verður í boði næsta sumar?
Skúli Skúlason, Kaupfélagi Suðurnesja, kynnir verkefnið „Þjónustumiðstöð við Rósaselstorg“.
Ferðastefnan er tilvalið tækifæri fyrir þjónustuaðila að kynna sig, sjá aðra og ræða málin.
Í meðfylgjandi myndskeiði er viðtal við þá Johan D. Jónsson og Gísla Heiðarsson, sem báðir eru stjórnarmenn í Ferðamálasamtökum Reykjaness.