Sjónvarp: Feitur þorskur og fjórhjólaævintýri
- og fjölmargt fleira í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Það er fjórhjólaævintýri í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Við skoðum einnig fallegt gistiheimili við Klettás í Njarðvík, heyrum í sigurvegara hljóðnemans, ræðum við björgunarsveitarmenn í Grindavík og sjáum spriklandi ferskan og feitan þorsk í fréttapakka vikunnar.
Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er kominn á netið og það í háskerpu. Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30.