Sjónvarp: Eldhress 101 árs hestamaður
– Lárus Sigfússon hélt upp á 101 árs afmælið sitt á Mánagrund
Lárus Sigfússon, fyrrverandi bóndi og ráðherrabílstjóri, fagnaði 101 árs afmæli á dögunum. Á afmælisdaginn mætti Lárus ásamt Kristínu Gísladóttur sambýliskonu sinni, sem er 91 árs, í hesthús á Mánagrund í Reykjanesbæ þar sem þau skelltu sér á hestbak í tilefni dagsins.
Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og ræddi við hinn 101 árs gamla knapa.