Sjónvarp: Blóðbað á flugslysaæfingu
- Hjólakraftur, Helguvík og byggðasamlag í Sjónvarpi Víkurfrétta
Eldar brunnu og blóðið rann á stærstu hópslysaæfingu sem haldin hefur verið á Íslandi. Sjónvarp Víkurfrétta var á æfingunni. Við vorum einnig á hjólaæfingu hjá Hjólakrafti í Sandgerði og ræddum við slökkviliðsstjóra og hafnarstjóra í þætti vikunnar. Þá er fréttapakki frá Suðurnesjum.
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu. Til að njóta háskerpunnar þarf spilarinn að vera stilltur á 1080p .