Sjónvarp: Björgunarþyrla æfði í Reykjanesfjallgarðinum
– Sjónvarp Víkurfrétta á æfingu með kanadískri björgunarsveit
Björgunarsveit kanadíska flughersins var við æfingar á Íslandi í vikutíma á björgunarþyrlu sem er öllu jafna staðsett á Nýfundnalandi og sinnir leit og björgun á Atlantshafi.
Síðasta verkefni þyrlunnar á Íslandi var björgunaræfing sem fram fór í Móhálsadal sem er á milli Núpshlíðarháls og Sveifluháls í Reykjanesfjallgarðinum. Sjónvarpsmönnum Víkurfrétta var boðið að taka þátt í æfingunni.
Komið með okkur í óbyggðir Reykjanesskagans.