Sjónvarp: Bjargaði kirkjunni í Rockville
- og reisir Knarrarneskirkju á Vatnsleysuströnd
Birgir Þórarinsson tók þátt í því að bjarga kirkjunni sem stóð í Rockville á Miðnesheiði og endurreisa hana við slökkvistöðina á Keflavíkurflugvelli. Nú ætlar Birgir að reisa sveitakirkju í 19. aldar-stíl í túnfætinum að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd.
Sjónvarp Víkurfrétta var viðstatt þegar fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin í síðustu viku en það kom í hlut forsætisráðherra að taka skóflustunguna. Allt um það í meðfylgjandi innslagi.