Sjónvarp: Bændakirkja, ránfiskar og bjöllukór
- í 24. þætti Sjónvarps Víkurfrétta í HD
Bændakirkja eins og þekktist í sveitum landsins á 19. öld mun rísa í túnfætinum að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Forsætisráðherra tók skóflustungu þar sem kirkjan mun rísa og slegið var upp mikilli veislu í kjölfarið. Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og gerir viðburðinum skil í þætti vikunnar.
Ránfiskaræktun er stunduð í Reykjanesbæ. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í fiskabúr með Piranha-fiskum og öðrum ránfiskum og ræddi við eigendurnar.
Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur í Carnegie Hall í New York. Kórinn hélt utan í morgun. Við ræddum við stjórnandann og fáum tóndæmi í þættinum.
Ása Brynjólfsdóttir leiðir rannsóknir og þróun þegar kemur að húðvörum Bláa lónsins. Við ræðum við Ásu í þætti vikunnar.
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þáttinn má sjá hér að neðan í HD í gegnum Youtube-rás Víkurfrétta. Þar má finna alla fyrri þætti Sjónvarps Víkurfrétta og stök innslög úr þáttunum.