Sjónvarp: Axel og Skólamatur í sviðsljósi Suður með sjó
Axel Jónsson, eigandi og stofnandi Skólamatar ehf. er gestur 2. þáttar Suður með sjó frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Hann var frumsýndur kl. 21.30 í kvöld, mánudag á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut og hann er einnig aðgengilegur á vf.is.
Í þættinum er rætt við Axel um starfsemi Skólamatar sem er frumkvöðlafyrirtæki sem hann hefur nú rekið í tuttugu ár. Börnin hans tvö, Fanný og Jón Axelsbörn stýra núna fyrirtækinu en hjá því starfa 120 manns en um fimmtíu skólar frá mat frá Skólamat.