Sjónvarp: Aukatónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson í Hljómahöll
– Hér er flutningurinn á Söknuði sem allir eru að tala um
Lokatónleikar tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum voru haldnir í Hljómahöll þann 7. apríl sl. og voru þeir tileinkaðir tónlistarmanninum og Keflvíkinginum Jóhanni Helgasyni, en fyrr tónleikar fjölluðu um Sigvalda Kaldalóns og Vilhjálm Vilhjálmsson.
Suðurnesjamenn hafa tekið þessu framtaki vel og slegið hefur verið í aukatónleika um Vilhjálm Vilhjálmsson þar sem færri komust að en vildu en uppselt hefur verið á alla tónleikana.
Aukatónleikarnir um Vilhjálm verða haldnir í Hljómahöll fimmtudaginn 12. maí og lýkur þar með tónleikum Söngvaskálda að sinni en skipuleggjendur útiloka ekki að framhald verði á enda er af nógu af taka þegar kemur að tónlist og tónlistarmönnum á Suðurnesjum.