Sjónvarp: „Ára“ yfirgefinna staða - þegar Kaninn fór
- á ljósmyndasýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
Listasafn Reykjanesbæjar opnaði á dögunum ljósmyndasýninguna ICELAND DEFENSE FORCE – ÁSBRÚ í sýningarsal safnsins í Duus Safnahúsum. „Ára“ yfirgefinna staða er framar öðru viðfangsefni Braga Þórs Jósefssonar ljósmyndara í þessari myndröð sem sýnd er en flestar myndirnar tók Bragi á Keflavíkurflugvelli í kjölfar brottflutnings hersins árið 2006.
Sjónvarp Víkurfrétta skoðaði sýninguna og ræddi við Braga Þór ljósmyndara. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.