Mánudagur 22. júní 2015 kl. 14:18

Sjónvarp: Allt um breytingarnar í flugstöðinni

- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Í nýjasta þætti sjónvarps Víkurfrétta er aðeins eitt málefni. Við fjöllum um umfangsmiklar breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hvernig menn laga flugstöðina að auknum ferðamannastraumi.

Í þættinum er rætt við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, um breytingar í norðurbyggingu stöðvarinnar og hvernig horft er til allra næstu missera en fyrir liggur að byggja við flugstöðina og munu umfangsmiklar framkvæmdir verða á flugstöðvarsvæðinu á næstu árum. „Ein ný bygging á ári,“ segir Björn Óli m.a. í þættinum.

Einnig er rætt við Kjartan Kristjánsson sem hefur rekið verslun í flugstöðinni í 17 ár og þá er rætt við Sigurð Skagfjörð Sigurðsson hjá Lagardére sem er með 150 starfsmenn í veitingaþjónustu í stöðinni.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30 en þáttinn má sjá hér að neðan í 1080P HD.



(Þessi frétt var fyrst sett inn þann 18. júní kl. 14 og hefur verið færð til í tíma).