Sjónvarp: Allt sem tengist fluginu hjá Airport Associates
- Sjáðið innslag Sjónvarps Víkurfrétta um vaxandi fyrirtæki í flugþjónustu
„Við sjáum um allt sem tengist fluginu frá A-Ö. Við innritum farþega þegar þeir koma í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, við afgreiðum töskur og frakt um borð og allt sem þarf við flugvélina, hvort sem það er matvara eða annað. Við afísum flugvélar og sjáum um alla vinnu á flughlaði og ýtum vélum frá flugstöðinni. Þá erum við með vöruhúsaþjónustu með allri alhliða þjónustu, hleðslueftirlit (e. Load Control), við erum við ræstideild sem sér um að þrífa flugvélar og þá erum við með Duty Free-þjónustu fyrir flugvélar og sjáum um þann þátt frá A-Ö þannig að farþegar geti keypt tollfrjálsan varning um borð í flugvélum“.
Svona lýsir Sigþór Kristinn Skúlason, einn eigenda Airport Associates og framkvæmdastjóri þess, meginþáttum starfsemi fyrirtækisins. Sigþór segir starfsemi Airport Associates vera flókna á margan hátt og í mörgum deildum, enda ýmislegt sem þarf að gera til að koma flugvél og farþegum til og frá Keflavíkurflugvelli.
Ítarlega var fjallað um Airport Associates í Sjónvarpi Víkurfrétta. Innslagið má sjá hér að ofan í háskerpu.