Sjónvarp: Áhugavert fjölskyldufyrirtæki í Vogum
- hádegisfótbolti og hraustir krakkar í Sjónvarpi Víkurfrétta
Sextándi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta á þessu ári var á dagskrá ÍNN í gærkvöldi. Af tækinlegum ástæðum tafðist að koma þættinum inn á vef Víkrufrétta en hingað er þátturinn kominn í háskerpu.
Í fyrri hluta þáttarins heimsækjum við fjölskyldufyrirtæki í Vogum sem hefur náð góðum árangri í smíði á búnaði fyrir línubáta. Fyrirtækið heitir Beitir og elsti starfsmaðurinn er að verða 87 ára gamall.
Í síðari hluta þáttarins skellum við okkur í fótbolta í Reykjaneshöllinni með presti og lögreglumönnum og ræðum við sigurvegara úr Skólahreysti í Holtaskóla.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar var gestur okkar í Sjónvarpi Víkurfrétta og þá sjáum við svipmyndir frá sumardeginum fyrsta í Reykjanesbæ - en við byrjum í Vogum.