Sjónvarp: Á vortónleikum Söngsveitarinnar Víkinga
– Sjónvarp Víkurfrétta á tónleikum með hressum herramönnum
Söngsveitin Víkingar var með tónleika nú á dögunum. Annars vegar í Bíósal Duushúsanna þriðjudaginn 5. maí og fimmtudaginn 7. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Að venju var boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti við á tónleikunum í Duushúsum og tók upp eitt lag af handahófi.
Stjórnandi Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson og undirleikarar þeir Gunnlaugur Sigurðsson á gítar og Einar Gunnarsson á dragspil.