Sjónvarp: 101 árs stalst á hestbak
– Elsti viðmælandi Sjónvarps Víkurfrétta frá upphafi!
Listir og mannlíf í bland við ferðaþjónustu og atvinnulíf eru viðfangsefni Sjónvarps Víkurfrétta þessa vikuna. Viðmælendur okkar gerast ekki mikið eldri en hann Lárus Sigfússon. Hann er hundrað og eins árs fyrrverandi bóndi og ráðherrabílstjóri en við gripum hann glóðvolgan þar sem hann laumaðist á hestbak á Mánagrund í Reykjanesbæ á afmælisdaginn sinn. Við förum einnig á ljósmyndasýningu um gamla herstöð, kynnum okkur ferðaþjónustu á Suðurnesjum, skoðum hótel og förum á styrktartónleika í Stapanum.
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Þáttinn má nálgast hér að neðan í háskerpu.