Sjónvarp: Skyndihjálp og gestastarfsmenn
- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þætti vikunnar förum við í Voga þar sem bæjarbúum bauðst að læra skyndihjálp. Við kynnum okkur Fyrirmyndardag í fyrirtækjum þar sem fólki með skerta starfsgetu bauðst að kynna sér störf. Nýjar merkingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru til umfjöllunar í þættinum. Þá skoðum við Hljómahöllina í Reykjanesbæ og förum á æfingu fyrir Hljómlist án landamæra.
Sjá má þátt vikunnar í háskerpu í spilaranum hér að neðan. Bestu myndgæði má sjá með því að stilla spilarann á 1080P.