Sjónvarp: Airport Associates er ígildi álvers
– og heiðurborgari Reykjanesbæjar í Sjónvarpi Víkurfrétta
Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30. Að þessu sinni eru viðfangsefni þáttarins tvö. Annars vegar er það hið ört vaxandi fyrirtæki Airport Associates á Keflavíkurflugvelli og hins vegar heiðursborgari Reykjanesbæjar.
Airport Associates er flugafgreiðslufyrirtæki sem hefur vaxið hægt en örugglega á Keflavíkurflugvelli undanfarna næstum tvo áratugi. Fyrirtækið hefur þurft að bregðast við örum vexti í flugsamgöngum um Keflavíkurflugvöll og m.a. þurft að leita út fyrir landssteinana eftir vinnuafli. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á tveimur fjölbýlishúsum á Ásbrú til að tryggja starfsfólki húsnæði. Í sumar verða starfsmenn þess um 520 talsins og því má segja að þetta ört vaxandi fyrirtæki sé orðið ígildi álvers.
Ellert Eiríksson, fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var í vikunni útnefndur fyrsti heiðursborgari bæjarfélagsins. Útnefningin fór fram á 500. fundi Reykjanesbæjar. Sjónvarp Víkurfrétta hitti Ellert fyrir bæjarstjórnarfundinn og ræddi við hann um það sem stendur uppúr á löngum starfsferli sem hófst við 12 ára aldur.
Nánar er fjallað um Airport Associates og Ellert Eiríksson í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30. Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.