Fimmtudagur 17. janúar 2019 kl. 20:30

Sjávarréttaveisla, þorrablót og háhraða netsamband

í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30. Við skellum okkur á þorrablót í þætti vikunnar en Keflvíkingar þjófstörtuðu þorranum rækilega þetta árið með 700 manna þorraveislu. Við hittum einnig Hamsana sem er félagsskapur karla sem kemur saman nokkrum sinnum á ári til að borða þjóðlegan og stundum óhefðbundinn mat. Þá heimsækjum við fjarskiptafyrirtækið Kapalvæðingu í Reykjanesbæ.