Laugardagur 3. nóvember 2018 kl. 06:12

Sjáið myndskeið frá björgunaraðgerðum á strandstað í Helguvík

Myndatökumaður Víkurfrétta var á strandstað í Helguvík í nótt þegar fimmtán sjómönnum var bjargað úr sementsflutningaskipi sem strandaði utan við hafnargarðinn. Fjórtán þeirra voru áhafnarmeðlimir en sá fimmtándi var hafnsögumaður frá Reykjaneshöfn.
 
Í myndskeiðinu má meðal annars sjá þegar fimmtándi maðurinn er hífður um borð í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar.
 
Aðstæður á vettvangi til myndatöku voru ekki góðar en fjölmiðlum var gert að halda sig langt fyrir utan vettvang strandsins.