Laugardagur 19. maí 2012 kl. 00:24

Sjáið lágflugið og nauðlendinguna hér

Einn mesti viðbúnaður sem viðhafður hefur verið á Keflavíkurflugvelli var í kvöld þegar beðið var eftir þotu Icelandair að koma inn til nauðlendingar á flugvellinum eftir að eitt af hjólum vélarinnar féll af vélinni við flugtak síðdegis.

Allir viðbragðsaðilar á SV-horni landsins voru kallaðir til enda óttast að illa gæti farið. Eins og sjá má þegar flugvélin flaug lágflug yfir Keflavíkurflugvöll, þá vantar eitt hjólið undir vélina. Biðin eftir því að vélin lenti á Keflavíkurflugvelli var einnig löng og erfið fyrir marga því fljúga þurfti vélinni marga hringi vestur af Reykjanesi til að brenna eldsneyti og létta vélina fyrir lendingu. Lendingin tókst glæsilega eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem Hilmar Bragi tók á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Ljósmyndir sem þeir Páll Ketilsson og Eyþór Sæmundsson tóku eru einnig með öðrum fréttum frá kvöldinu hér á vf.is