Sjáðu viðtalið við Elfar Þór í heild sinni
- Tæplega 48 mín. útgáfa af viðtalinu
Njarðvíkingurinn Elfar Þór Guðbjartsson var í áhrifamiklu viðtali við Víkurfréttir og Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í gær. Hann segir umbúðalaust frá sögu sinni. Saga Elfars Þórs er því miður saga allt of margra ungmenna af Suðurnesjum. Ungt fólk sem leiðst hefur út í neyslu og misnotkun á vímuefnum. Vandamálið er landlægt. Elfar á ellefu innlagnir á Vog að baki ásamt öðrum meðferðarúrræðum. Hann byrjaði að nota áfengi um fermingaraldur og eftir það fór snjóboltinn að rúlla.
Í myndskeiðinu hér að ofan má horfa og hlusta á viðtalið við Elfar Þór óklippt.
PRENTÚTGÁFA VIÐTALSINS ER HÉR!
PRENTÚTGÁFA VIÐTALSINS ER HÉR!