Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 10:36

Sjáðu myndskeið af brottför TF-GPA hér!

Það var í raun söguleg stund þegar þota ALC, TF-GPA, fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Deilur eiganda þotunnar og Isavia eru merkilegar í íslenskri flugsögu.

Þotan var við flugskýli Icelandair í nótt og þaðan var hún dregin í morgun út á akbraut að flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Þotan fór svo í loftið á tíunda tímanum og setti stefnuna á Slóven­íu.

Isavia og ALC munu hins vegar halda áfram að takast á fyrir dómstólum.