Sísköpunarsprettur og drónaflug í Suðurnesjamagasíni
Sísköpunarsprettur grunnskólanna í Reykjanesbæ er að hefja göngu sína og í Suðurnesjamagasíni, sem er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöld kl. 19:30, er fjallað um verkefnið. Rótarýklúbbur Keflavíkur afhenti öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara að gjöf með það að markmiði að hvetja til hönnunar og sköpunar í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu. Í þættinum sjáum við hvernig prentararnir eru notaðir í verkefninu.
Suðurnesjamagasín fer einnig til Grindavíkur og tekur þar hús á áhugaljósmyndaranum Jóni Steinari Sæmundssyni sem m.a. hefur skapað sér sérstöðu með því að senda dróna til hafs og mynda skip og báta að veiðum. Frábærar myndir hjá Jóni og skemmtilegt spjall við hann í þættinum.