Sigurjónsbakarí 30 ára og veitir 20 manns vinnu
Sigurjónsbakarí fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og kaffihús Sigurjónsbakarís er eins árs en kaffihúsið opnaði 17. júní í fyrra. Suðurnesjamagasín tók hún á Sigurjóni Héðinssyni bakarameistara og ræddi við hann um árin í bakaríinu við Hólmgarðinn í Keflavík og vöxtinn sem hefur orðið í bakaríinu eftir að kaffihúsið opnaði en í dag veitir Sigurjónsbakarí um 20 manns atvinnu.