Þriðjudagur 24. apríl 2012 kl. 09:19

Sigurður: Læti á pöllunum og ég fíla það



Sigurður Gunnar Þorsteinsson gaf sig á tal við Víkurfréttir eftir leik Grindavíkur og Þórs í gær. Hann segir að hann þurfi að bæta sinn leik og að Grindvíkingar þurfi að taka aðeins til hjá sér í varnarleiknum fyrir komandi átök en hann býst við blóðugri baráttu í næsta leik liðanna sem fram fer á fimmtudag.