Sigurbergur: Þetta köllum við úrslitaleik
Sigurbergur Elísson skoraði fyrra mark Keflvíkinga í 2-1 sigri þeirra á Grindvíkingum í gær í Pepsi-deild karla í fótbolta. Hann var frekar lúinn í leikslok en gríðarlega sáttur með mikilvægan sigur. Í meðfylgjandi myndbandi segir Sigurbergur m.a. aðeins frá markinu sem hann skoraði og samvinnu sinni við Arnór Ingva Traustason félaga sinn.